Bara einn leikur og einn sigur

Tim Sparv faðmar Alexander Ring eftir að sá síðarnefndi skoraði …
Tim Sparv faðmar Alexander Ring eftir að sá síðarnefndi skoraði glæsilegt mark sem reyndist tryggja Finnum sigurinn. AFP

Tim Sparv, fyrirliði finnska landsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki fara mörgum orðum um sigurinn á Íslandi í Tampere í gærkvöld, 1:0, í undankeppni HM 2018 í Tampere.

„Það skiptir mestu máli að dvelja ekki lengi við þennan leik og fagna sigrinum. Þetta var bara einn leikur, einn sigur, og bara þrjú stig. Við þurfum að hugsa strax um næsta leik. Ég sagði fyrir leikinn að til þess að vinna Ísland yrðum við að spila sem ein liðsheild þar sem enginn leikmaður væri öðrum mikilvægari. Mitt hlutverk er að fara fyrir liðinu og koma skilaboðum áfram," sagði Sparv við netmiðilinn Ilta-Sanomat.

Hann lék sinn fyrsta landsleik í tvö ár en þessi tveggja metra hái miðjumaður var einn albesti maður vallarins samkvæmt finnskum fjölmiðlum. Ilta-Sanomat gaf honum 9 í einkunn fyrir frammistöðu sína. Sparv er 31 árs gamall og leikur með Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert