Leystu innri víkinginn úr læðingi

HÚ! Strákarnir fagna eftir leikinn gegn Englandi.
HÚ! Strákarnir fagna eftir leikinn gegn Englandi. AFP

Íslensku víkingarnir í karlalandsliðinu í knattspyrnu hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir frábæra frammistöðu á EM í knattspyrnu. Sérstaklega hefur „víkingaklappið“ þótt skemmtilegt en nú er hægt að styðja Ísland með „netklappi.“

Á vefsíðu þýska fréttamiðilsins Berliner Morgenpost geta lesendur smellt á „Huh“ og stutt íslensku víkingana. Eða eins og segir á vefsíðunni:

„Ísland er minnsta þátttökuþjóðin á Evrópumótinu í knattspyrnu árið 2016. Leystu innri víkinginn úr læðingi og sýndu litla liðinu stuðning með „Huh-i.““

Fólk getur prófað víkingaklappið í tölvu hér: http://interaktiv.morgenpost.de/huh/ 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 27. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 27. APRÍL

Útsláttarkeppnin