Coventry flytur aftur til Coventry

Ricoh Arena.
Ricoh Arena.

Enska knattspyrnuliðið Coventry hefur komist að samkomulagi um að spila heimaleiki sína á ný á Ricoh Arena, knattspyrnuleikvangi í heimaborg liðsins, Coventry í Englandi, eftir að hafa leikið heimaleiki sína undanfarið ár í Northampton, um 54 kílómetrum frá Coventry.

Knattspyrnulið Coventry sem spilar í næstefstu deild Englands á ekki Ricoh Arena heldur hefur leigt völlinn til að spila heimaleiki sína þar. Raunar er leigan tengd miðasölu, því rekstraraðilar Ricoh Arena fá ákveðið mörg prósent af sölu miða á hvern leik.

Þetta sættu forráðamenn Coventry sig ekki við og léku því í Northampton alla síðustu leiktíð, jafnvel þó svo stuðningsmenn Coventry hefðu lýst sig reiðubúna til að safna fyrir leigunni á Ricoh Arena - enda bentu forráðamenn Coventry á að leigan væri tengd miðasölunni.

Nú virðast hins vegar málin vera að leysast því Coventry hefur náð samkomulagi við rekstraraðila Ricoh Arena og hefur gert samning til ársins 2018 um að leika á vellinum. Fyrsti heimaleikur Coventry á vellinum á ný verður gegn Gillingham 5. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert