Van Gaal: Verða að trúa á hugmyndafræðina

Louis van Gaal stjóri Manchester United horfði upp á lið …
Louis van Gaal stjóri Manchester United horfði upp á lið sitt tapa 4:0 fyrir MK Dons í deildabikarnum í kvöld. AFP

„Að sjálfsögðu er það ákaflega mikil vonbrigði að tapa þessum leik, en ég vona að leikmenn United haldi áfram að hafa trú á þá hugmyndafræði sem við höfum reynt að innleiða, því það tekur tíma að ná tökum á henni,“ sagði Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United eftir að United féll úr leik í 2. umferð ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu.

United beið lægri hlut fyrir MK Dons, 4:0 í kvöld og féll þannig úr leik í deildabikarnum. „Það gleymist kannski að við erum með níu leikmenn sem eru meiddir og erum með mjög ungt lið. Ég hef aðeins séð þá reyna sitt besta,“ sagði Van Gaal ennfremur við Sky eftir leikinn í kvöld.

„Við vorum líka óheppnir í kvöld, því MK Dons skoraði mörk eftir öll mistök okkar í leiknum, og ef menn nýta sér öll mistök okkar munum við alltaf þurfa að elta,“ sagði Louis van Gaal sem enn hefur ekki stýrt Manchester United til sigurs í keppnisleik frá því hann tók við liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert