Liverpool úr leik eftir vítaspyrnukeppni í Istanbúl

Tolgay Aslan fagnar marki sínu fyrir Besiktas. Jordon Ibe horfir …
Tolgay Aslan fagnar marki sínu fyrir Besiktas. Jordon Ibe horfir svekktur á hann. AFP

Liverpool féll í kvöld úr leik í vítaspyrnukeppni gegn tyrkneska liðinu Besiktas í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Fyrri leiknum lauk með 1:0 sigri Liverpool á Anfield og þannig stóðu tölur eftir 90. mínútur í kvöld í Tyrklandi.

Eina mark leiksins í venjulegum leiktíma skoraði Tolgay Arslan með frábæru skoti fyrir utan teig á 73. mínútu.

Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því þurfti vítaspyrnukeppni til að úrskurða sigurvegara.

Skorað var úr níu spyrnum í röð en það var Króatinn Dejan Lovren sem var skúrkurinn í kvöld þegar hann þrumaði knettinum yfir, lokatölur í vítaspyrnukeppninni, 5:4.

Fylgst var með gangi mála í leiknum hér á mbl.is.

Vítaspyrnukeppni: Besiktas 5:4 Liverpool
X - klúður
O - mark

Liverpool:O(Lambert),O(Lallana),O (Can), O(Allen), X(Lovren)

Besiktas:O(Ba),O(Tore),O(Kavlak)O(Hutchinson), O(Arslan)

120. Besiktas á fyrstu spyrnu.

120. Við erum á leið í vítaspyrnukeppni. Rickie Lambert er kominn inná fyrir Daniel Sturridge er kappinn er öflug vítaskytta. Balotelli fór hins vegar út af fyrir löngu, þvílík spenna í Istanbúl. 

105. 1:0, síðari hálfleikur framlengingarinnar er að hefjast. Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleiknum. Daniel Sturridge er ennþá inni á vellinum hjá Liverpool. Hann verður eitthvað lúinn á sunnudaginn.

90. Framlenging. Örugglega nákvæmlega það sem Brendan Rodgers vildi ekki í kvöld. Liverpool á erfiðan leik gegn Manchester City á sunnudag.

90. 1:0. Dauðafæri hjá Besiktas en skotið hjá Demba Ba í þverslána! Tottenham er að falla úr leik fyrri Fiorentina, Mohamed Salah leikmaður Chelsea skoraði annað mark Ítalanna, staðan 2:0.

73. MARK, 1:0. Tyrkirnir komast yfir með frábæru marki frá Tolgay Arslan. Frábært vinstrifótarskot hans fer beint upp í vinkilinn! Eins og staðan er núna erum við á leið í framlengingu.

60. Lítið að gerast í leiknum, staðan enn 0:0 og allt í járnum. Fiorentina er hins vegar komið yfir gegn Tottenham á Ítalíu, Mario Gomez hinn þýski með markið og er liðið á leið áfram ef fram heldur sem horfir en fyrri leikur liðanna fór 1:1. 

46. Síðari hálfleikur er hafinn, staðan 0:0

45. Hálfleikur. Liverpool hefur verið sterkari aðilinn og fengið fleiri færi. Þó hafa Tyrkirnar einnig verið líklegir. Spenna í Istanbúl, Liverpool fer áfram verði þetta úrslitin, fyrri leikurinn fór 1:0.

33. Liverpool menn með góða sókn. Daniel Sturridge var hins vegar allt of lengi að taka ákvörðun, náði þó ágætisskoti á markið sem markvörður Besiktas þurfti að hafa sig allan við að verja.

25. Raheem Sterling var komin í álitlega stóðu á sóknarhelmingin Liverpool. Varnarmenn Besiktas gerðu hins vegar vel í að stöðva kappann sem tók sinn tíma að athafna sig í vítateig Tyrkjanna.

20. Fín sókn hjá Liverpool. Alberto Moreno nær að senda boltann fyrir af harðfylgi þaðan sem Raheem Sterling, hinn ungi tók skotið sem var varið.

11. Mario Balotelli fær gult spjald fyrir harða tæklingu. Lítið um opin færi til að byrja með en stemningin í Istanbúl er hins vegar frábær!

1. Leikurinn er hafinn á Atatürk Ólympíuvellinum í Istanbúl, þar sem Liverpool vann Meistaradeildina árið 2005 í ótrúlegum leik gegn AC Milan.

0. Martin Skrtel er fyrirliði Liverpool í dag. 

0. Byrjunarliðin eru klár hjá Liverpool og Besiktas.

Li­verpool: Mignolet, Toure, Skrtel, Lovr­en, Allen, Can, Mor­eno, Ibe, Sterl­ing, Balotelli, Sturridge
Bekk­ur: Ward, Manquillo, Williams, Brannag­an, Lall­ana, Lambert, Bor­ini

Besiktas: Gön­en; Kurtuluş, Necip Uysal, Franco, Opare; Veli Kavlak, Hutchinson; Töre, Sosa, Şahan; Ba.
Bekkur: Fidayeo, Pektemek, Ozyakup, Arslan, Koyunlu, Boral, Nukan

Emre Can í baráttu við Atiba Hutchinson leikmann Besiktas.
Emre Can í baráttu við Atiba Hutchinson leikmann Besiktas. TOLGA BOZOGLU
Mario Balotelli í baráttu við Necip Uysal leikmann Besiktas.
Mario Balotelli í baráttu við Necip Uysal leikmann Besiktas. EPA
Jose Sos í skallaeinvígi við Dejan Kovren.
Jose Sos í skallaeinvígi við Dejan Kovren. AFP
Mario Balotelli lætur Necip Uysal heyra það! Balotelli fékk gult …
Mario Balotelli lætur Necip Uysal heyra það! Balotelli fékk gult spjald eftir viðskipti sín við leikmanninn. TOLGA BOZOGLU
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert