Hatur í garð Manchester United minnkar

Manchester United fellur núna betur í kramið hjá fólki heldur …
Manchester United fellur núna betur í kramið hjá fólki heldur en í fyrra. OLI SCARFF

Chelsea er orðið hataðasta lið Englands en Manchester United fellur í annað sæti eftir að hafa toppað haturslistann í fyrra. Þetta leiðir víðtæk könnun á Englandi í ljós þar sem 10.000 svarendur nefna liðið sem þeir styðja og liðið sem þeir hata. Á eftir Chelsea og Manchester United kemur Liverpool, síðan Manchester City og Arsenal.

Í ljós kom að stuðningsmenn Manchester United hata Manchester City mest og síðan Liverpool. United var efst á lista hjá fjórum liðum: Manchester City, Liverpool, Crystal Palace og West Bromwich Albion. 

Hér má sjá hatursdeildina:

1) Chelsea
2) Manchester United
3) Liverpool
4) Manchester City
5) Arsenal
6) Tottenham
7) Stoke
8) West Ham
9) Sunderland
10) West Brom
11) Crystal Palace
12) Everton
13) Hull
14) Middlesbrough
15) Swansea
16) Southampton
17) Watford
18) Burnley
19) Leicester
20) Bournemouth

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert