„Vorum sannfærandi í seinni hálfleik“

Leikmenn Arsenal fagna einu af mörkum sínum í kvöld.
Leikmenn Arsenal fagna einu af mörkum sínum í kvöld. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat leyft sér að brosa eftir sigur sinna manna gegn West Ham í kvöld og með sigrinum komst Arsenal upp fyrir Manchester United í fimmta sæti deildarinnar.

„West Ham varðist vel í fyrri hálfleik og við þurftum að finna einhverjar lausnir í seinni hálfleik. Það tókst og við vorum mjög sannfærandi í seinni hálfleik,“ sagði Wenger eftir leikinn en Mesut Özil, Theo Walcott og Oliver Giroud skoruðu mörk Arsenal í seinni hálfleik.

„Við höfum átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið en með svona sigri endurheimtum við sjálfstraustið og nú tekur við mikilvægasti kaflinn á tímabilinu. Við megum ekki við því að tapa mikið fleiri stigum,“ sagði Wenger.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert