Í höndum Arsenal-mannsins

Ben White, til hægri, ásamt Kai Havertz.
Ben White, til hægri, ásamt Kai Havertz. AFP/Adrian Dennis

Knatt­spyrnumaður­inn Ben White, varn­ar­maður Arsenal, hef­ur ekki spilað fyr­ir enska landsliðið síðan á HM 2022 í Kat­ar þegar hann yf­ir­gaf her­búðir liðsins.

Gareth Southate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á fréttamannafundi fyrir leikina gegn Brasilíu og Belgíu fyrir nokkrum dögum að Edu, íþróttastjóri Arsenal, hafi tjáð hon­um að White vildi ekki vera val­inn í verk­efni landsliðsins.

Yf­ir­lýst ástæða eftir HM 2022 voru per­sónu­leg­ar ástæður og greindu ensk­ir miðlar frá því að kast­ast hefði í kekki milli Whites og Steves Hol­lands, aðstoðarþjálf­ara enska landsliðsins.

Dyrnar virðast þó vera opnar fyrir White en Southgate segir það vera í höndum leikmannsins.

„Ben White verður að ákveða sig. Dyrnar okkar eru opnar. Ég væri mjög til í að fá hann aftur í landsliðshópinn,“ sagði Southgate.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert