Ronaldo burstaði Messi

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP

Cristiano Ronaldo vann yfirburðarkosningu á besta knattspyrnumanni heims árið 2014 sem enska blaðið The Guardian stóð fyrir.

73 sparkspekingar frá 28 löndum tóku þátt í valinu en blaðið birti nöfn 100 bestu leikmanna ársins 2014.

Ronaldo hlaut hvorki meira né minna en 74% atkvæðanna. Lionel Messi varð annar með 12% og þýski markvörðurinn Manuel Neuer fékk 8% atkvæðanna.

Tíu efstu í kjörinu urðu:

1. Cristiano Ronaldo
2. Lionel Messi
3. Manuel Neuer
4. Arjen Robben
5. Thomas Müller
6. Luis Súarez
7. Neymar
8. Gareth Bale
9. Philipp Lahm
10.Sergið Agüero

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert