Höfum lið til að vinna EM

Andrés Iniesta.
Andrés Iniesta. AFP

Andrés Iniesta, miðjumaðurinn frábæri í liði Spánar- og Evrópumeistara Barcelona og einn af lykilmönnum spænska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Spánverjar hafi mannskap til að hampa Evrópumeistaratitlinum í Frakklandi í sumar.

Spánverjar urðu Evrópumeistarar árið 2008 og endurtóku leikinn 2012 en á HM í Brasilíu fyrir tveimur árum gekk þeim allt í mót og þeir komust ekki upp úr riðlinum.

„Við sjáum fram á að spila vel á Evrópumótinu í sumar og ná markmiði okkar, sem er að vinna gullverðlaunin. Mér sýnist við hafa leikmannahópinn til að gera það. Liðið hefur farið í gegnum breytingar og ég hef trú á að við getum gert það gott,“ segir Iniesta.

Spánverjar eru í riðli með Króötum, Tékkum og Tyrkjum en síðastnefndu þjóðirnar voru í riðli með Íslendingum í undankeppninni.

gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert