Draumalið Lars

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í samtali við …
Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í samtali við erlenda fjölmiðla á æfingu íslenska liðsins í vikunni. mbl.is/Styrmir Kári

Heimasíða UEFA stendur fyrir kosningu á besta liði sögunnar skipuðu leikmönnum sem leikið hafa í lokakeppni EM.

UEFA hefur valið þá 50 leikmenn sem koma til greina í liðið og lesendur síðunnar geta síðan stillt upp sínu eigin draumaliði.

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur valið sitt draumalið. Lars stillir liði sínu að sjálfsögðu upp í leikkerfið 4:4:2, en lið sænska þjálfarans er þannig skipað:

Markvörður: Gianluigi Buffon

Vörn: Philipp Lahm, Carles Puyol, Lilian Thuram, Paolo Maldini

Miðja: Cristiano Ronaldo, Xavi, Andres Iniesta, Zinedine Zidane. 

Sókn: Pavel Nedved, Marco van Basten.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert