Sló lögreglumann og var hent í steininn

Serge Aurier var handtekinn í París í morgun.
Serge Aurier var handtekinn í París í morgun. AFP

Serge Aurier, varnarmaður franska knattspyrnuliðsins Paris SG, var handtekinn í morgun fyrir utan skemmtistað í París samkvæmt frönskum fjölmiðlum.

Aurier móðgaði og sló til lögreglumanns og var í kjölfarið handtekinn. Paris SG staðfesti að Aurier væri í varðhaldi en vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið.

Aurier hefur áður komið sér í vandræði en Paris SG setti hann í leikbann í febrúar. Þá móðgaði hann Laurent Blanc, knattspyrnustjóra liðsins, en baðst síðar afsökunar á ummælum sínum. Aurier gekk til liðs við franska meistaraliðið í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert