Bendtner orðinn liðsfélagi Matthíasar

Nicklas Bendtner, lengst til hægri.
Nicklas Bendtner, lengst til hægri. AFP

Danski knattspyrnumaðurinn Nicklas Bendtner skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við norska meistaraliðið Rosenborg sem Matthías Vilhjálmsson leikur með.

Bendtner er ára gamall sem víða hefur komið við á ferli sínum. Hann var samningsbundinn Arsenal frá 2005 til 2014 en á þeim tíma var hann í láni hjá Birmingham, Sunderland og Juventus. Daninn lék alls 108 leiki með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim 24 mörk.

Bendtner lék með Wolfsburg í Þýskalandi frá 2014 til 20016 og í haust samdi við hann við enska B-deildarliðið Nottingham Forest þar sem hann spilaði 14 leiki. Hann á að baki 72 leiki með danska landsliðinu og hefur í þeim skorað 29 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert