Agüero hefur skákað Maradona

Sergio Agüero tryggði Argentínu sigur gegn Rússlandi í dag.
Sergio Agüero tryggði Argentínu sigur gegn Rússlandi í dag. AFP

Sergio Agüero skoraði sigurmark Argentínu í 1:0-sigri liðsins í vináttulandsleik gegn Rússlandi í dag. Leikurinn, sem fram fór á Ólympíuleikvanginum í Moskvu, er liður í undirbúningi liðanna fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi næsta sumar.

Þetta var 35. markið sem Agüero skorar fyrir Argentínu, en hann komst þar af leiðandi upp fyrir Diego Armando Maradona á listanum yfir markahæstu leikmenn sögunnar fyrir argentínska liðið. Þá jafnaði Agüero markafjölda Hernan Crespo sem er í þriðja sæti á listanum. 

Lionel Messi er markahæsti leikmaður í sögu argentínska liðsins með 61 mark og Gabriel Omar Batistuta kemur næstur með 54 mörk. Agüero á því nokkuð langt í land með að fikra sig ofar á þessum lista. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert