Bendtner skoraði mark ársins (myndskeið)

Nicklas Bendtner.
Nicklas Bendtner. Ljósmynd/rbk.no

Mark sem danski sóknarmaðurinn Nicklas Bendtner skoraði fyrir norsku meistarana í Rosenborg gegn Molde var valið mark ársins í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á verðlaunahátíð norsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld.

Bendtner varð markakóngur deildarinnar en Daninn skoraði 19 mörk. Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður Molde, varð jafn í 3. sæti með 16 mörk. Björn var tilnefndur ásamt þremur leikmönnum sem leikmaður ársins en Tore Reginiussen úr Rosenborg varð fyrir valinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert