Auðvitað frekar skrýtið

Elsa Sæný Valgeirsdóttir.
Elsa Sæný Valgeirsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elsa Sæný Valgeirsdóttir þurfti að hafa hraðar hendur við fataskipti þegar blakmenn gerðu upp fyrri hluta keppnistímabilsins í Mizuno-deildum karla og kvenna í vikunni.

Elsa Sæný fór og tók við viðurkenningu sem besti þjálfarinn í karlaflokki, þar sem hún stýrir HK líkt og síðustu ár, en fór svo úr rauðu HK-peysunni í bláa Stjörnu-peysu og tók við viðurkenningu sem fulltrúi í úrvalsliðinu í kvennaflokki. Elsa Sæný ákvað nefnilega að leika með Garðabæjarliðinu í vetur.

„Auðvitað er þetta frekar skrýtið. Ég er til dæmis að stýra liði á móti mínum eigin þjálfara í karlaflokki. Þetta gengur bara upp vegna þess að bæði félög sætta sig við þetta og eru tilbúin að gefa mér þetta tækifæri, og það er bara yndislegt,“ sagði Elsa Sæný.

Sjá viðtal við Elsu Sæný í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert