María vann aftur í Idre

María Guðmundsdóttir.
María Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Guðmundur Jakobsson

María Guðmundsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, vann í dag alþjóðlegt svigmót í Idre í Svíþjóð, annan daginn í röð.

Að þessu sinni var María 1,15 sekúndu á undan Mica Nyberg Eriksson frá Svíþjóð sem varð önnur, og 1,3 sekúndu á undan Lisu Lifvendahl frá Svíþjóð sem hafnaði í þriðja sæti.

Rannveig Hjaltadóttir varð í 32. og síðasta sæti af þeim sem luku keppni en Thelma Rut Jóhannsdóttir var í hópi tuttugu keppenda sem komust ekki niður í báðum ferðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert