Tvöfaldur íslenskur sigur í Madrid

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. mbl.is

Íslendingar sigruðu í báðum einstaklingsflokkunum á Evrópu- og Afríkuleikunum í CrossFit sem haldnir voru saman í Madrid um helgina og lauk í dag. 

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sigraði í kvennaflokki og Björgvin Karl Guðmundsson í karlaflokki.

Ragnheiði tókst að halda Annie Mist Þórisdóttur fyrir aftan sig að þessu sinni en Annie Mist sigraði á heimsleikunum 2011 og 2012 sem kunnugt er. Þá var einnig íslensk kona í fimmta sæti en það var Þuríður Erla Helgadóttir. 

Björgvin Karl sigraði með yfirburðum í karlaflokki. Til gamans má geta þess að danskur unnusti Annie, Frederik Aegidius, hafnaði í 7. sæti samkvæmt því sem fram kemur á dv.is. 

Þau Ragnheiður, Annie, Þuríður og Björgvin hafa öll unnið sér inn keppnisrétt á heimsleikunum sem fram fara í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í sumar. 

Íslendingar virðast vera í algerum sérflokki í greininni í Evrópu því Ísland átti alls 28 fulltrúa í mótinu. 

Björgvin Karl Guðmundsson.
Björgvin Karl Guðmundsson. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert