Kolbeinn jafnaði sinn besta tíma

Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH var mjög ánægður með tímann í 100 metra hlaupinu í dag á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri í dag en Kolbeinn hljóp á 10,61 sekúndu og sigraði. 

Meistaratitill í höfn. Það hefur sitt að segja,“ sagði Kolbeinn meðal annars þegar mbl.is spjallaði við hann.

Tíminn er jöfnun á besta árangri Kolbeins þrátt fyrir að hitastigið hafi ekki verið nema um tíu gráður í súldinni á Þórsvellinum í dag. 

Kolbeinn sagðist gjarnan hafa viljað fá að reyna sig við Íslandsmethafann Ara Braga Kárason sem ekki gat verið með í dag.

Viðtalið við Kolbein má finna í heild sinni í meðfylgjandi myndskeiði. 

Kolbeinn Höður Gunnarsson
Kolbeinn Höður Gunnarsson mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert