Aníta sekúndu frá metinu í fyrsta hlaupi ársins

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. mbl.is/Eggert

Aníta Hinriksdóttir tók þátt í sínu fyrsta móti á nýju ári í kvöld þegar hún varð í þriðja sæti í sterku 800 metra hlaupi í Düsseldorf í Þýskalandi.

Aníta kom í mark á tímanum 2:02,64 mínútum, en tæplega tveggja ára gamalt Íslandsmet hennar innanhúss er 2:01,56 mínútur. Hún var því rétt um sekúndu frá Íslandsmeti sínu.

Sigurtími hlaupsins var 2:00,91 mínútur, en Joanna Jozwik frá Póllandi sigraði.

Aníta er búsett í Hollandi, en næsta mót hennar er hér á landi um næstu helgi þar sem hún tekur þátt á WOW International Games, Reykjavíkurleikunum, í Laugardalshöll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert