Blakliðið tapaði gegn Lúxemborg

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir spilaði mjög vel þrátt fyrir tap.
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir spilaði mjög vel þrátt fyrir tap. Ljósmynd/Anders Olofsson

Íslenska kvennalandsliðið í blaki þurfti að sætta sig við naumt 3:2 tap gegn Lúxemborg á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í dag. Ísland komst í 2:0 með að vinna fyrstu tvær hrinurnar 25:23, en Lúxemborg vann næstu þrjár og þar með leikinn. 

Lúxemborg byrjaði á að vinna þriðju hrinuna, 25:15 og fjórðu hrinuna 29:27. Loks vann Lúxemborg fimmtu og síðustu hrinuna, 15:10. 

Fyrirliðinn Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir var stigahæst íslenska liðsins með 26 stig, Elísabet Einarsdóttir var með 12 stig og Thelma Grétarsdóttir átta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert