Ágústa Edda fjórða í götuhjólreiðum

Anton Örn Elfarsson er hér í miðjum hópnum í Gullhringnum …
Anton Örn Elfarsson er hér í miðjum hópnum í Gullhringnum í fyrra. Mynd/Arnold Björnsson

Sjö Íslendingar voru á meðal keppenda í götuhjólreiðum á Smáþjóðaleikunum í San Marínó.

Í kvennaflokki varð Ágústa Edda Björnsdóttir í 4. sæti á tímanum 19:58,30 af 11 keppendum.  Margrét Pálsdóttir varð í 6. sæti á 20:13,34, og Ása Guðný Ásgeirsdóttir varð í 10. sæti á 21:45,96.

Sigurvegarinn í kvennaflokki var Antri Christoforou frá Kýpur á 18:53,24.

Anton Örn Elfarsson kom fyrstur íslenskra karla í mark og varð í 8. sæti á tímanum 22;27,99 mínútum..

Óskar Ómarson varð næstur á eftir honum í 9. sæti á 22:43,95.

Guðmundur Róbert Guðmundsson varð í 11. sæti á 23:14,93. Birkir Snær Ingvason varð í 19. sæti á 24:19,45.

Sigurvegarinn var Andreas Miltiadis frá Kýpur á 21:59,54.

Ágústa Edda Björnsdóttir á fleygiferð.
Ágústa Edda Björnsdóttir á fleygiferð. Ljósmynd/Breiðablik
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert