Ólympíumeistarinn tók gullið í sjöþraut

Nafissatou Thiam sýnir gullverðlaun sín í kvöld.
Nafissatou Thiam sýnir gullverðlaun sín í kvöld. AFP

Ólympíumeistarinn Nafissatou Thiam frá Belgíu er heimsmeistari í sjöþraut kvenna eftir að hafa klárað greinarnar sjö með samanlagt 6784 stig og var hún 88 stigum á undan Carolin Schäfer frá Þýskalandi sem varð önnur. Anouk Vetter frá Hollandi kom þar á eftir með 6636 stig og tók brons. 

Thiam hljóp 100 metra á 13,54 sekúndum, stökk 1,95 í hástökki, varpaði kúlu 15,17 metra, hljóp 200 metra á 24,57 sekúndum, stökk 6,57 metra í langstökki, kastaði 53,93 metra í stangastökki og hljóp 800 metra hlaup á 2:21,42 sekúndum. 

Hún vann hástökk, kúluvarp og langstökk og varð önnur í spjótkasti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert