Yfirburðir hjá Stefanídi

Ekateríni Stefanídi hafði ástæðu til að fagna í dag.
Ekateríni Stefanídi hafði ástæðu til að fagna í dag. AFP

Hin gríska Katerína Stefanídi bætti heimsmeistaratitli við safnið sitt í dag er hún stökk 4,91 metra í stangarstökki á HM í London í kvöld. Hún stökk 4,91 metra og hafði mikla yfirburði. Sandi Morris frá Bandaríkjunum varð önnur með 4,75 metra og Robeilys Reinado frá Venesúela varð þriðja með 4,65 metra. 

Stefanidi hefur orðið Evrópumeistari, Ólympíumeistari og nú heimsmeistari á síðustu tveimur árum. Hún reyndi að fara yfir 5,02 metra í lokatilraun sinni, en það gekk ekki, þrátt fyrir ágæta tilraun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert