Twitter um leikinn: Minnkar verðbólguþrýsting

Landsmenn voru vonum svekktir með ósigur Íslands gegn Úkraínu í …
Landsmenn voru vonum svekktir með ósigur Íslands gegn Úkraínu í kvöld. Ljósmyndari mbl.is fangaði stemninguna á Ölver þegar flautað var til leiksloka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Af færslum landsmanna á miðlinum X, áður Twitter, að dæma eru Íslendingar misspældir eftir ósigur Íslands gegn Úkraínu í kvöld en liðin spiluðu um sæti í lokakeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu sem verður haldið í Þýskalandi í sumar. 

Flestir eru þó sammála um að það hafi verið sárt að komast ekki áfram í lokakeppnina en Hörður S. Jónsson er stoltur af liðinu og bjartsýnn á að innan skamms verði Ísland með geggjað lið. 

Hugar Freys S.N. og Tómasar Arnar Arnarsonar eru þó ekki farnir að leita fram í tímann því þeir velta enn fyrir sér spurningunni ef og hefði.

Freyr setur til að mynda spurningamerki við ákvörðun Åge Hareide um að setja ekki Alfreð Guðmundsson inn á í seinni hálfleik til að sækja mark. 

Von á lægri verðbólgu 

Það er erfitt að greina tilfinningar Stefáns Pálssonar í gegnum færslu hans á X en það má þó ætla að skrifum hans fylgi nokkur bjartsýni. 

Hann velur sér að minnsta kosti að horfa á björtu hliðarnar sem fylgja tapi Íslenska liðsins, en Stefán virðist hafa trú á því að einkaneysla dragist saman í ljósi þess að íslenska liðið er ekki á leið á EM. 

Jón Kári Eldon er ekki að dvelja of lengi við ósigur íslenska liðsins heldur eru hugsanir hans einfaldar, eða einfaldlega „þetta er Jóa Má að kenna“. Það er þó erfitt að ætla einum sökina þegar um hópíþrótt er að ræða. 

Grínistinn Dóri DNA var allt annað en sáttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert