Tvöfaldur sigur GR-inga

Ragnhildur Kristinsdóttir slær á Egils Gull mótinu um helgina.
Ragnhildur Kristinsdóttir slær á Egils Gull mótinu um helgina. Ljósmynd/Golf.is

GR-ingar unnu tvöfaldan sigur á fyrsta stigamóti ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi, sem haldið var af Golfklúbbi Suðurnesja á Hólmsvelli í Leiru. Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði í kvennaflokki og var það hennar fyrsti sigur á mótaröðinni en Ragnhildur er aðeins 18 ára gömul. Hjá körlunum sigraði Andri Þór Björnsson en hann hafði einu sinni áður sigrað á mótaröðinni í gegnum tíðina.

Ragnhildur lék hringina þrjá á 76, 79 og 79 höggum en þess ber að geta að veðurguðirnir fóru ekki blíðum höndum um kylfingana eins og stundum vill gerast í fyrsta móti ársins. Íslandsmeistarinn 2013, Sunna Víðisdóttir, einnig úr GR, varð önnur, þremur höggum á eftir. Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili hafnaði í þriðja sæti, sex höggum á eftir Ragnhildi. Sigurvegarinn virtist nokkuð yfirveguð í tilsvörum þegar fyrsti sigurinn á mótaröðinni var í höfn en hún hafði áður komist á verðlaunapall á slíkum mótum. „Ég er búinn að bíða eftir þessu móti frá því í nóvember og það var ljúft að sigra. Mér líður bara vel eftir fyrsta sigurinn og það er gott að vera búin að ná þessum áfanga,“ er haft eftir Ragnhildi á heimasíðu GSÍ, Golf.is. Þess má geta til fróðleiks að Ragnhildur kemur úr íþróttafjölskyldu en bróðir hennar Ögmundur er einn landsliðsmarkvarða Íslands í fótboltanum.

Greinina í heild má finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem meðal annars er rætt við Inga Rúnar Gíslason, yfirþjálfara GR, um þau Ragnhildi og Andra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert