Flaug í gegnum niðurskurðinn

Björgvin Þorsteinsson á Jaðarsvelli í gær.
Björgvin Þorsteinsson á Jaðarsvelli í gær. Ljósmynd/GSÍ

Hinn 63 ára gamli Björgvin Þorsteinsson flaug í gegnum niðurskurð keppenda á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri. 

Björgvin sem er með á mótinu í 53. skipti í röð lék á 73 og 77 höggum sem er samtals átta högg yfir pari og komst örugglega í gegnum niðurskurð keppenda en um 72 halda áfram leik um helgina. 

Björgvin er aldursforseti mótsins en hann hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari. 

Að loknum 36 holum er Axel Bóasson úr Keili með forystu í karlaflokki eftir að hafa leikið á 71 og 67 höggum og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR í kvennaflokki á 70 og 68 höggum. Þau eru því á sama skori samtals. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert