Betur undirbúinn núna fyrir atvinnumennsku

Ragnar Jóhannsson.
Ragnar Jóhannsson. mbl.is/Kristinn

Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson var fremstur meðal jafningja í liði FH og skoraði níu mörk í öllum regnbogans litum þegar FH sigraði ÍR í fyrrakvöld í síðustu umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Með sigrinum tryggði FH sér um leið sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins fjórða árið í röð, þó að útlitið hafi ekkert endilega verið bjart um tíma í vor.

FH sogaðist lengst niður í 6. sæti um tíma, en fjögur efstu sæti deildarinnar gefa þátttöku í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Þegar tvær umferðir voru eftir af keppni í Olísdeildinni var FH fjórum stigum á eftir Fram sem var þá í 4. sætinu, en sigur FH í síðustu tveimur deildarleikjunum á meðan Fram tapaði sínum leikjum sendi FH í úrslitakeppnina.

„Það var markmiðið okkar fyrir tímabilið að taka þátt í úrslitakeppninni. Við höfðum því allan tímann trú á því að við næðum sæti í henni þó svo að margir hafi verið búnir að afskrifa okkur,“ sagði Ragnar þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Hann var þá búinn að melta sigurinn á ÍR frá því kvöldinu áður og strax orðinn spenntur fyrir úrslitakeppninni, en FH mætir Haukum í Hafnarfjarðarslag í undanúrslitum úrslitakeppninnar.

Sjá nánar viðtalið við Ragnar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og þar er einnig birt úrvalslið 21. umferðarinnar ásamt markahæstu leikmönnum, markvörðum sem hafa varið flest skot o.fl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert