Spánn vann ríkjandi meistara í undanúrslitum

Marta Mangue skorar fyrir Spán í leiknum í dag.
Marta Mangue skorar fyrir Spán í leiknum í dag. AFP

Spánn mun leika til úrslita á Evrópumóti kvenna í handknattleik en liðið skellti ríkjandi meisturum frá Svartfjallalandi í undanúrslitum í Budapest rétt í þessu 29:28. 

Spánn lék afar vel í fyrri hálfleik og hafði yfir að honum loknum 13:8. Í síðari hálfleik tókst Svartfjallalandi að hleypa meiri spennu í leikinn en Spánverjar héldu haus og lönduðu sigrinum eftir spennandi lokamínútur. 

Silvia Navarro átti stórleik í marki Spánverja og var valin best hjá Spáni að leiknum loknum. Spánn mætir annað hvort Noregi eða Svíþjóð í úrslitaleiknum en þau eigast við í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert