Forréttindi að vinna fyrir landsliðið

„Ég er spenntur fyrir að vinna með Geir Sveinssyni og strákunum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson sem í dag var ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari í handknattleik karla og mun vinna með nýráðnum landsliðsþjálfara Geir Sveinssyni næstu tvö árin.

Óska þekkir vel til innviða íslenska karlalandsliðsins í handknattleik. Hann var aðstoðarmaður Guðmundar Þórðar Guðmundssonar frá 2008 til 2012. Óskar verður áfram þjálfari Vals samhliða starfi sínu með íslenska landsliðinu.

„Það eru forréttindi að vinna með íslenska landsliðinu,“ sagði Óskar í samtali við mbl.is.

Óskar segir ljóst að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi landsliðsins og leik landsliðsins með nýjum þjálfara. „Geir þarf hinsvegar tíma til þess að skoða hver staðan er.  Það er frábært fyrir hann að fá leiki við Noreg á sunnudag og þriðjudag.

Hinsvegar er erfitt að tala nákvæmlega hverjar breytingarnar verða,“ sagði Óskar Bjarni.

Nánar er rætt við Óskar Bjarna á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert