Stjarnan kreisti fram sigur

Stefán Darri Þórsson úr Stjörnunni stekkur upp fyrir framan vörn …
Stefán Darri Þórsson úr Stjörnunni stekkur upp fyrir framan vörn Akureyrar í leiknum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan náði að kreista úr sigur á lokamínútunum gegn Akureyri í viðureign liðanna í 1. umferð Olís-deildar karla í handknattleik í Mýrinni í dag, 26:23. Leikurinn var annars hnífjafn og skemmtilegur og það var ekki fyrr en á síðustu tveimur til þremur mínútum leiksins sem leiðir liðanna skildi. Stjarnan var marki yfir í hálfleik, 11:10.

Fyrri hálfleikur var afar jafn fyrir utan að Akureyringar skoruðu þrjú af fjórum fyrstu mörkum leiksins. Eftir það var jafnt á öllum tölum fram að hálfleik að Ari Pétursson skoraði 11.mark Stjörnunnar á síðustu sekúndu hálfleiksins. Stjörnumenn marki yfir í hálfleik, 11:10, eftir skemmtilegan fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikur var einnig hnífjafn og oftast munaði aðeins einu marki á liðunum en yfirleitt voru Stjörnumenn fyrri til að skora. Sex mínútum fyrir leiksloka var staðan jöfn, 22:22, og allt stefndi í jafntefli. Stjörnumenn voru hinsvegar sterkari á lokasprettinum og munaði þar mestu að Sveinbjörn Pétursson, markvörður, hrökk í gang og varði nokkur mikilvæg skot sem leiddu til að leiðir liðanna skildu.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is. Tölfræði leiksins er hér að neðan.

Stjarnan 26:23 Akureyri opna loka
60. mín. Garðar Benedikt Sigurjónsson (Stjarnan) skorar úr víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert