Selfyssingurinn drjúgur í Meistaradeildinni

Haukur Þrastarson skoraði fimm.
Haukur Þrastarson skoraði fimm. AFP/Ina Fassbender

Pólska liðið Kielce gerði góða ferð til Óðinsvéa í Danmörku og vann 33:25-útisigur á GOG í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld.

Haukur Þrastarson átti góðan leik fyrir Kielce og skoraði fimm mörk. Aðeins spænski landsliðsmaðurinn Alex Dujshebaev skoraði meira fyrir Kielce, eða níu mörk.  

Seinni leikurinn fer fram í Póllandi eftir viku. Sigurliðið í einvíginu mætir Íslendingaliðinu Magdeburg í átta liða úrslitum. Þar leika þeir Janus Daði Smárason, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert