Gríðarleg vonbrigði

„Það eru gríðarleg vonbrigði að geta ekki gert leik úr þessu í kvöld og gera Danina stressaða,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins og besti maður liðsins með 20 skot varin, í 30:25, tapi íslenska landsliðsins fyrir Dönum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Doha í kvöld. Íslenska landsliðið er þar með úr leik í mótinu.

„Þessi leikur er endaloka á miklum rússibana sem þetta mót hefur verið. Danska liðið er gott og þegar þeir ná fimm marka forskoti þá er ekki að sökum að spyrja með það einvala lið sem þeir hafa á að skipa.

Við verðum að setjast yfir hvernig leikirnir þróast hjá okkur í þessu móti. Við verðum að setja yfir það og skoða fyrir framhaldið,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert