Hnerrinn kallaði fram bros hjá Sverre

„Við komum því miður ekki til leiks eins og við ætluðum okkur,“ sagði Sverre Jakobsson, varnartröllið í íslenska landsliðinu í handknattleik, sem í kvöld lék líklega sinn síðasta landsleik þegar Ísland mætti Danmörku í 16 liða úrslitum á HM í Katar.

Ísland byrjaði leikinn illa og Sverre segir það hafa haft keðjuverkandi áhrif.

„Allt í einu voru þeir komnir með ágætis forskot og þar af leiðandi ákveðið öryggi, á meðan við stressuðumst aðeins upp og það kom rót á okkar leik,“ sagði Sverre sem fór vel yfir sína sýn á leikinn áður en hnerri blaðamanns framkallaði hlátur og bros sem stuðningsmenn landsliðsins hafa kynnst vel í gegnum árin, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Nánar er rætt við Sverre í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert