Njarðvík ekki í vandræðum með ÍR

Hjörtur Hrafn Einarsson skoraði 8 stig fyrir Njarðvík í kvöld.
Hjörtur Hrafn Einarsson skoraði 8 stig fyrir Njarðvík í kvöld. mbl.is/Golli

Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á ÍR, 82:69, þegar liðin mættust í Dominos-deild karla í körfuknattleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld.

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21:16, í hálfleik var 44:31 og 67:51 eftir þriðja leikhluta. Njarðvík er með 4 stig eftir þrjá leiki en ÍR er enn án stiga eftir þrjá leiki.

Dustin Salisbury skoraði 23 stig fyrir Njarðvík, Logi Gunnarsson 14 og Maciej Baginski 10. Christopher Gardingo skoraði 17 stig fyrir ÍR, Matthías Orri Sigurðarson 15 og Sveinbjörn Claessen og Kristján Pétur Andrésson 12 hvor.

Til að sjá allt sem gerðist í leikjum kvöldsins, smellið á KÖRFUBOLTINN Í BEINNI.

Njarðvík, Úrvalsdeild karla, 23. október 2014.

Gangur leiksins:: 4:2, 9:5, 17:10, 21:16, 24:16, 26:21, 31:27, 44:31, 49:33, 56:40, 62:46, 67:51, 72:53, 78:55, 78:59, 82:69.

Njarðvík: Dustin Salisbery 23/8 fráköst, Logi Gunnarsson 14/5 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 10/4 fráköst, Ágúst Orrason 9, Mirko Stefán Virijevic 9/9 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/5 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 5, Ólafur Helgi Jónsson 2, Snorri Hrafnkelsson 2.

Fráköst: 29 í vörn, 5 í sókn.

ÍR: Christopher Gardingo 17/13 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 15/10 fráköst/8 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 12/5 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 12/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6/5 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 4/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 3.

Fráköst: 32 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, David Tomas Tomasson, Steinar Orri Sigurðsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert