Dagur Kár: Hugurinn ekki farinn út

Dagur Kár Jónsson átti stórgóðan leik fyrir Stjörnuna þegar liðið lagði Fjölni, 93:76, í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld en liðin mættust í Garðabæ. Það var sérstaklega í þriðja hluta þar sem leiðir skildu og munaði miklu um innkomu Jarrid Frye sem skoraði ekki stig í fyrri hálfleik.

 „Jarred var óheppinn í fyrri hálfleik, hann var að fá fín skot en þau vildu ekki detta niður. Svo kom hann með rétt stillt mið í seinni hálfleikinn. Við héldum svo áfram að spila frábæra vörn,“ sagði Dagur í samtali við mbl.is eftir leikinn.

Dagur skrifaði á dögunum undir samning við St. Francis Brooklyn-háskólann í Bandaríkjunum og mun fara þangað á skólastyrk næsta haust..

„Það er mjög spennandi og fínt að vera búinn að skrifa undir svo ég get einbeitt mér að spila vel fyrir Stjörnuna á þessu tímabili. Einbeitingin er áfram hér,“ sagði Dagur og vildi ekki meina að hugurinn sé ekki farinn út, en nánar er rætt við hann í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert