Gaman að vera í þessari stöðu undir lok ferilsins

Jón Arnór Stefánsson í landsleik.
Jón Arnór Stefánsson í landsleik. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Ég held að það skipti voðalega litlu máli hvort við lentum í 2. eða 3. sæti í deildinni. Ég tel að betra liðið vinni alltaf í úrslitakeppninni hvort sem það er með heimaleikjaréttinn eða ekki en auðvitað skiptir það einhverju máli. Ég er bara brattur og bjartsýnn fyrir úrslitakeppnina. Við eigum að geta keppt við stóru liðin en einn af mikilvægustu mönnum okkar, Luke Sikma, verður ekki meira með vegna meiðsla og það er spurning hvort það setur strik í reikninginn. Ef við mætum Real Madrid eða Barcelona gæti ég trúað því að úrslitin ráðist í fimmta leik. Við þurfum bara að trúa því að við séum jafn góðir og stórliðin,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, þegar Morgunblaðið ræddi við hann um úrslitakeppnina sem fram undan er á Spáni.

Keppni í ACB-deildinni á Spáni lauk um helgina þar sem Valencia vann River Andorra, 81:67, á heimavelli. Valencia hafnaði í þriðja sæti, á eftir Barcelona og Real Madrid. Barcelona og Real unnu bæði 29 leiki af 34 í vetur en Valencia var á hælum þeirra með 28 sigra. Þar á eftir komu Laboral Kutxa með 24 sigra, Gran Canaria með 21, Unicaja Málaga með 20, Murcia með 18 og Fuenlabrada með 17, en þessi átta lið fara nú í úrslitakeppina um spænska meistaratitilinn.

Þar leikur Valencia gegn Unicaja Málaga í átta liða úrslitunum. Komist liðið áfram mætir það Real Madrid eða Murcia í undanúrslitum.

Bestir gegn stóru liðunum

Nú vill svo til að Valencia hefur sýnt sínar bestu hliðar gegn risunum, Real Madrid og Barcelona, í vetur. „Við höfum spilað vel í stóru leikjunum en höfum tapað fyrir lakari liðum. Við töpuðum til dæmis heimaleiknum gegn Real á síðustu sekúndunni þegar þeir skoruðu einhverja ógeðslegustu körfu sem skoruð hefur verið. Við áttum skilið að vinna þann leik. Út af góðum úrslitum gegn Real og Barcelona vorum við kannski smá klaufar að ná ekki að tryggja okkur 2. sætið.“

Sjá viðtalið í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert