Þægilegt hjá Val í fyrsta leik

Valsarinn Illugi Auðunsson skýtur að körfu Hamars á meðan Örn …
Valsarinn Illugi Auðunsson skýtur að körfu Hamars á meðan Örn Sigurðarson og Oddur Ólafsson reyna að koma vörnum við. mbl.is/Árni Sæberg

Valur vann ansi öruggan 101:73 sigur á Hamar í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta. Leikurinn fór fram á Hlíðarenda, heimavelli Vals. 

Valsmenn voru 51:36 yfir í hálfleik og va aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn eftir það. Austin Magnus Bracey skoraði 23 stig fyrir Val og Urald King bætti við 21 stigi. 

Christopher Woods var með 24 stig fyrir Hamar. Liðin mætast í Hveragerði næsta sunnudag í öðrum leiknum. 

Valur - Hamar 101:73

Valshöllin, 1. deild karla, 30. mars 2017.

Gangur leiksins:: 6:2, 10:6, 15:11, 21:14, 26:20, 34:26, 40:33, 51:36, 55:36, 61:42, 66:47, 77:53, 87:63, 91:65, 97:68, 101:73.

Valur: Austin Magnus Bracey 23/6 fráköst/6 stoðsendingar, Urald King 21/13 fráköst/5 varin skot, Birgir Björn Pétursson 11/12 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 10/7 fráköst, Benedikt Blöndal 10/7 stoðsendingar/3 varin skot, Þorgeir Kristinn Blöndal 9, Oddur Birnir Pétursson 7, Illugi Auðunsson 4, Sigurður Páll Stefánsson 3, Snjólfur Björnsson 3.

Fráköst: 33 í vörn, 14 í sókn.

Hamar : Christopher Woods 24/11 fráköst/3 varin skot, Erlendur Ágúst Stefánsson 15/4 fráköst, Snorri Þorvaldsson 13, Örn Sigurðarson 9/4 fráköst, Hilmar Pétursson 7/6 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Oddur Ólafsson 1/4 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Ásgeir Ásgeirsson 1.

Fráköst: 27 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Jón Guðmundsson, Ísak Ernir Kristinsson, Jóhannes Páll Friðriksson.

Áhorfendur: 400

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert