Bílar festu sig í Bláfjöllum

Keppni í skíða- og snjóbrettakrossi á Reykjavíkurleikunum fór fram í Bláfjöllum í gær. Að keppni lokinni skall á vonskuveður og gekk því erfiðlega að koma fólki til byggða. Fólksbílar sátu fastir og stoppuðu alla umferð um tíma. Á meðal þeirra sem sátu fastir var undirbúningsnefnd leikanna sem var að fara á milli keppnisstaða og veita verðlaun.

Með góðri hjálp starfsmanna í Bláfjöllum tókst þó að lokum að losa alla og var ýmsum aðferðum beitt eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Tekið skal fram að snjótroðarinn sem ýtir bílnum á myndskeiðinu gerði það í neyð og með samþykki eigenda, þar sem bíllinn var kviðfastur og rafmagnslaus. Ekki var hægt að festa spotta í bílinn og því brugðið á það ráð að ýta honum með snjótroðara þar sem stormur var að skella á.

Úrslit keppninnar: Góð stemning í Bláfjöllum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert