Maraþonleikir hjá Matthiasi

Matthias Aller frá Austurríki sem leikur til úrslita á badmintonmóti Reykjavíkurleikanna í dag fór erfiða leið í úrslitaleikinn og spilaði sannkallaða maraþonleiki í fyrri umferðunum.

Í átt liða úrslitum sigraði Aller Danann Kasper Dinesen í rúmlega klukkutíma löngum æsispennandi leik. Undanúrslitin voru einnig mjög spennandi en þar sigraði hann Kestutis Navickas frá Litháen og stóð leikur þeirra yfir í 55 mínútur. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hann sigra Navickas í undanúrslitunum ásamt stuttu viðtali.

Úrslitaleikirnir í badminton eru hafnir í TBR-húsunum og er einliðaleikur kvenna í gangi núna. Matthias Aller á síðasta leik dagsins og má reikna með að hann hefjist um kl. 12:30. Allir eru velkomnir í TBR-húsið til að fylgjast með mótinu og er aðgangur ókeypis. Hægt er að fylgjast með framgangi mótsins hér en einnig verður sýnt frá mótinu á RÚV kl. 12-14. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert