Lemon fær ekki bráðabirgðaleyfi

Jón Arnar Guðbrandsson og Jón Gunnar Geirdal, eigendur Lemon.
Jón Arnar Guðbrandsson og Jón Gunnar Geirdal, eigendur Lemon. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þetta er mjög slæmt. Í fyrsta lagi er það tekjutap sem á sér stað og í öðru lagi er þetta mjög mikilvægur tími á Laugaveginum og það er vont að geta ekki verið með opið,“ segir Jón Arn­ar Guðbrands­son, sem á Lemon ásamt Jóni Gunn­ari Geir­dal.

Líkt og mbl hef­ur áður greint frá stend­ur til að opna nýj­an Lemon-stað á Lauga­vegi 56 en hann var áður á Lauga­vegi 24. Verk­föll lög­fræðinga hjá hinu op­in­bera hafa hins vegar sett strik í reikn­ing­inn þar sem starfs­leyfi fást ekki af­greidd á meðan.

Þarf að hafa verið veitingastaður í húsnæðinu

Veit­ingastaðurinn Pu­blic Hou­se á Laugaveginum hefur verið í pattstöðu af sömu sökum en fær hins vegar afgreitt bráðabirgðaleyfi og verður því hægt að opna staðinn mjög fljótlega. 

Jón Arnar fór á fund hjá sýslumanni í gær til þess að leita eftir sambærilegu leyfi en það var hins vegar ekki í boði. Ástæðan er sú að veitingastaður með fullgilt leyfi var áður í húsnæði Public House, en svo er ekki farið með nýtt húsnæði Lemon, þar sem fataverslunin Nikita var áður. Ef veitingastaður var áður í rýminu er litið svo á að búið sé að taka húsnæðið út.

Jón Arnar segist þó hafa fengið góðar móttökur hjá sýslumanni þar sem honum var tjáð að embættið myndi reyna að vinna alla undirbúningsvinnu þannig að hægt væri að vinna hratt úr umsóknum þegar verkfallið leysist. 

Starfsfólkið í biðstöðu

Byggingarfulltrúi á þó eftir að gera lokaúttekt á húsnæðinu og verður það gert þann 4. júní nk. Jón Arnar segir að það sé búið að vera gríðarlegt álag á borgaryfirvöldum og því hafi einnig tekið langan tíma að fá lokaúttektina.

„Við gætum því verið búnir að taka ákvörðun um að opna þann 5. júní ef allt verður með felldu en það er ekki hægt. Maður er bara í gíslingu. Þetta er pattstaða sem slæmt er að vera í,“ segir hann og bætir við að ástandið leiði ekki einungis til tekjutaps, heldur sé erfitt að láta gott starfsfólk bíða í marga mánuði eftir vinnu.

Einnig stendur til að opna nýjan Lemon-stað í Hafnafirði og segir Jón Arnar segir að staðan sé með sama hætti þar á bæ. Staðurinn verður tilbúinn í næstu viku en að öllu óbreyttu verður ekki hægt að opna.

„Þetta er eins með okkur, sjúklingana á spítölunum og svo marga aðra í þessu. Þriðji aðili lendir í tjóninu. Það eru ekki ríki og borg sem finna fyrir þessu með þessum hætti,“ segir Jón Arnar.

Hér verður nýr Lemon staður opnaður
Hér verður nýr Lemon staður opnaður mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK