Forsíða | Innlent | Erlent | Íþróttir | Tækni | Fólk | 200 mílur | Smartland | Matur | | | Sporðaköst | Bílar | K100 | Ferðalög | Viðskipti | Blað dagsins

Erlent

Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé að nota Úkraínu sem vopnaprófunarsvæði og sakar Rússa um að hafa skotið langdrægu flugskeyti á land sitt. Flugskeyti sem getur borið kjarnavopn, sem reyndist ekki í þessu tilviki.
meira

Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
Dómarar við Alþjóðaglæpadómstólinn (ICC) hafa gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra.
meira

Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
J. Ann Selzer, eigandi bandaríska könnunarfyrirtækisins Selzer & Company, hefur ákveðið að leita á ný mið að hafa gefið út könnun fáeinum dögum fyrir kosningar sem reyndist vera kolröng frávikskönnun.
meira

Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
„Á næstu dögum mun ég borða bananann sem hluta af þessari einstöku listupplifun,“ var haft eftir Kínverjanum.
meira

Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
Rússar skutu í morgun langdrægri eldflaug (e. ICBM) í átt að Úkraínu í fyrsta sinn, að sögn úkraínskra yfirvalda.
meira

Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
Þökk sé myndskeiði af flækingshundinum Appolo, sem fór eins og eldur í sinu um netið í síðasta mánuði, hefur áhugi ferðamanna á flækingshundum við Giza-pýramídana aukist mjög.
meira

Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
Fjórir ferðamenn létust vegna metanóleitrunar eftir að hafa drukkið mengað alkóhól á vinsælum ferðamannastað í Laos, að því er talið er.
meira

Einar Gústafsson ekki lengur forstjóri
Einar Gústafsson hefur látið af störfum sem forstjóri American Seafoods og hefur Inge Andreassen sem var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs þegar tekið við starfi forstjóra. Einar gegndi stöðunni í rúm tvö ár.
meira

John Prescott er látinn
John Prescott, fyrrverandi varaforsætisráðherra Tonys Blairs, er látinn, 86 ára gamall.
meira

Boða byltingu í flugi til Grænlands
Til stendur að opna nýjan flugvöll í höfuðborg Grænlands, Nuuk, þann 28. nóvember. Fram til þessa hafa stærri farþegaflugvélar ekki haft kost á að lenda í Nuuk.
meira

Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, segist líta mjög alvarlegum augum rof tveggja sæstrengja í Eystrasalti.
meira

Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir „sálfræðihernað“ Rússa
Vinaþjóðir Úkraínumanna lokuðu margar sendiráðum sínum í Kænugarði eftir að þeim barst hótanir um „gríðarstóra loftárás“ á borgina. Úkraínumenn gagnrýna þjóðirnar fyrir að kynda undir „sálfræðihernað“ Rússa.
meira

Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
Kínverska flutningaskipið Yi Peng 3 hefur legið við akkeri á miðju Jótlandshafi á milli Svíþjóðar og Danmerkur frá því í gærkvöldi.
meira

Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
Forsætisráðherrar Danmerkur og Svíþjóðar útiloka ekki að um skemmdarverk hafi verið að ræða þegar tveir sæstrengir í Eystrarsaltinu fóru í sundur. Ráðherrarnir segja jafnframt að það sé aukin hætta á svokölluðum blönduðum árásum, en það er þegar gerðar eru margar ólíkar árásir til að lama tölvu- og netkerfi.
meira

Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
Þúsundir Grikkja þrömmuðu um stræti Aþenu, höfuðborgar landsins, í mótmælaskyni eftir að allsherjarverkfall hófst í einn sólarhring. Fólkið kom saman til að mótmæla bágu efnahagsástandinu og almennri dýrtíð.
meira

Ergelsi hjá Google
Forsvarsmenn Google segja að það muni skaða bæði neytendur og fyrirtæki neyðist Google til að selja netvafrann Chrome, sem er vinsælasti vafri í heimi.
meira

Tvíburasystur týndust í Tyrklandi
Björgunarsveitir leita tveggja hvítrússneskra systra sem hafa verið týndar síðan á mánudaginn eftir að þær fóru í fjallgöngu í miðhluta Tyrklands.
meira

Fordæma ákvörðun um jarðsprengjur
Alþjóðleg samtök sem berjast gegn jarðsprengjum (ICBL) hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkjanna um að útvega Úkraínumönnum jarðsprengjur til að nota gegn fótgangandi hermönnum í stríðinu gegn Rússlandi.
meira

Hugbúnaðarfyrirtæki ræður „undrabarn“ til starfa
Rússneskt hugbúnaðarfyrirtæki hefur boðið sjö ára gömlu „undrabarni“ að ganga til liðs við fyrirtækið um leið og barnið nær aldri til að fá greidd laun.
meira

„Börn eru að upplifa holskeflu breytinga“
Í árlegri skýrslu UNICEF í tilefni Alþjóðadags barna í dag er bent á þrjá meginþætti sem krefjast nauðsynlegra aðgerða til að verja líf, velferð og réttindi barna til ársins 2050.
meira

fleiri