Netanjahú samþykkir að hefja viðræður um vopnahlé

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP/Leo Correa

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur samþykkt að hefja viðræður um vopnahlé á Gasa.

Áætlað er að viðræðurnar eigi sér stað í borgunum Doha og Kaíró á næstu dögum. Ásamt því að semja um vopnahlé verður einnig samið um hvort og hvernig gíslum í haldi Hamas-samtakanna verði sleppt.

Fóru fram á tafarlaust vopnahlé

Alþjóðadómstólinn fyrirskipaði Ísrael í gær að „tryggja að brýn mannúðaraðstoð“ berist til íbúa Gasa.

Varað hefur verið við yfirvofandi hungursneyð á svæðinu eftir næstum sex mánuði af linnulausum átökum.

Harðir bardagar og viðvarandi sprengjuárásir hafa haldið áfram á Gasa þrátt fyrir að örygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna hafi samþykkt álykt­un fyrr í vikunni þar sem farið var fram á „taf­ar­laust vopna­hlé“ á Gasa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert