Bryan Ferry í Hörpu 27. maí

Bryan Ferry.
Bryan Ferry.

Bryan Ferry kemur hingað til lands ásamt hljómsveit og heldur tónleika í Hörpu hvítasunnudaginn 27. maí. Þetta verða fyrstu tónleikar hans á árinu, þeir fyrstu síðan hann lauk Olympia tónleikaferð sinni í London í desember í fyrra, sem samanstóð af fimmtíu tónleikum - og uppselt var á þá alla. Á tónleikunum í Reykjavík mun Bryan Ferry leika lög frá ýmsum tímabilum ferils síns, bæði efni af sólóbreiðskífum sínum sem og af ferli sínum með Roxy Music.

Miðasala á tónleikana hefst klukkan 12.00, fimmtudaginn 22. mars. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu og aðeins eru 1500 aðgöngumiðar í boði. Miðasala fer fram á midi.is og í Hörpu

Tónleikar Bryan Ferry í Reykjavík eru upphaf alþjóðlegra Nelson Mandela-daga á Íslandi, Nelson Mandela Days 2012, sem haldnir eru til heiðurs Mandela og hugsjónum hans  – og jafnframt hluti af Listahátíð í Reykjavík, sem nú er haldin í 26. sinn og stendur yfir dagana 18. maí-3. júní. Fyrirhugaðir fleiri tónleikar síðar á árinu til vitundarvakningar og stuðnings mannúðarsjónarmiðum Mandela. Mandela Days Reykjavik 2012 eru haldnir í samvinnu við Nelson Mandela Foundation. 

Tónlistarferill Bryan Ferry spannar rúma fjóra áratugi. Hann hóf sólóferil sinn árið 1973, þá höfuðpaur hljómsveitarinnar Roxy Music. Bryan stofnaði Roxy Music árið 1970 með félaga sínum Graham Simpsons og síðar bættust Andy Mackay og Brian Eno í hópinn.

Bryan Ferry hefur ekki aðeins haft áhrif á samtíð sína sem tónlistarmaður. Frá upphafi síns ferils hefur hann látið til sín taka innan tísku og hönnunar, sem m.a. má á plötuumslögum þeirra 31 breiðskífna sem hann og hefur gert sem sóló listamaður og með Roxy Music.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson