Nýtt Gangnam Style-æði á leiðinni

Allt bendir til þess að nýtt Gangnam Style-æði sé á leiðinni og nú komi það frá Kína. Lagið Xiao Pingguo (Little Apple) er langvinsælasta lagið í Kína og hafa yfir 50 milljónir horft á það á YouTube frá því það var gefið út í júlí.

Samkvæmt AFP-fréttastofunni má sjá fólk allt frá görðum Pekingborgar, háhýsa Sjanghaí, verksmiðja í Guangzhou til karókíherbergja í Macau dilla sér eftir laginu og raula með.

Það eru Chopsticks Brothers, Xiao Yang og Wang Taili, sem hvorki eru bræður né tónskáld, sem eiga heiðurinn af vinsældum lagsins.

Laginu var í upphafi ætlað að kynna nýjustu mynd þeirra félaga en þeir áttu ekki von á því að það myndi lauma sér inn í heila landsmanna og sitja þar fast um margra mánaða skeið.

Kínverskur markaðsfræðingur, Zeng Qiumei, segir að lagið hafi allt til að bera til þess að verða vinsælt; einfaldan texta og mikið um endurtekningar. „Jafnvel gömlu konurnar í almenningsgörðunum læra það strax,“ segir Zeng Qiumei.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson