„Fegurð er fyrir aumingja“

Baltasar Kormákur á rauða dreglinum í dag.
Baltasar Kormákur á rauða dreglinum í dag. AFP

Dómar um kvikmyndina Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks eru teknir að birtast í öllum helstu miðlum kvikmyndabransans og þótt víðar væri leitað. Enn sem komið er hlýtur myndin meira lof en last og keppast gagnrýnendur ýmist við að hrósa eða furða sig á þeirri blátt-áfram-nálgun sem Baltasar tekur á þessa harmrænu ferðasögu.

Kvikmyndin er opnunarmynd Kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum og verður frumsýnd á hátíðinni seinna í dag.

„Kvikmyndagerð upp á sitt ógnvænlegasta

Sem stendur er kvikmyndin með einkunina 71% á Rottentomatoes.com en hún tekur mið af sjö dómum sem birtir hafa verið af viðurkenndum kvikmyndagagnrýnendum. Á IMDB hafa 43 notendur gefið kvikmyndinni einkunn og er hún sem stendur með 8,9 af 10 mögulegum.

Gagnrýnandi Hollywood Reporter, Todd McCarthy segir myndina djúpstæða og grípandi túlkun á harmþrungnu ferðalagi og að með kvikmyndinni nái Baltasar nýjum hæðum.

Gagnrýnandi Deadline segir Baltasar hafa fært söguna af leiðangrinum til lífs af sláandi skýrleika og að hann hafi aldrei séð kvikmynd sem fer jafn vel í Imax og 3D. Hrósar hann Baltasar jafnframt sérstaklega fyrir að ná að höfða til tilfinninga áhorfenda með þrívíðri persónusköpun.

„Vonandi munu áhorfendur vilja sá þessa frábæru mynd sem stendur fyrir það besta í kvikmyndagerð upp á sitt ógnvænlegasta.“

Edward Douglas hjá ComingSoon gefur Everest einkunnina 8 af 10. Segir hann Kormák gera sitt besta til að vera trúr staðreyndum sögunnar og takast stór vel upp að byggja þá spennu sem þarf til að halda áhorfendum við efnið.

„Með Everest hefur Kormákur skapað epíska sögu af baráttu mannsins og náttúruaflanna sem þó virðist sönn án þess að gefa eftir hvað varðar dramatík og spennu.“

Gagnrýnandi Reuters gefur lítið uppi um álit sitt á myndinni en virðist yfir það heila jákvæður. Segir hana gefa skýr skilaboð um að það sé lítill glamúr í mannalátum þeirra sem ganga á Everest.

Scott Mendelson hjá Forbes segir nálgun Baltasars á söguna frískandi. „Leikstjórinn Baltasar Kormákur mjólkar ekki efnið fyrir æsing þar sem hann er mjög meðvitaður um að saga sem er eins hrífandi og þessi þarf engann auka-safa.“ Segir hann Everest skila nákvæmlega því sem lofað var, grípandi og tilfinningalega hrífandi persónudrama skýjum ofar.

Gagnrýnandi Variety segir Everest ekki vera „topp“ afrek en að blátt áfram-nálgun hans sé ákveðið afrek út af fyrir sig þar sem einkunnarorðin „Fegurð er fyrir aumingja“ virðast í fyrirrúmi. Gefur hann lítið fyrir persónusköpun en segir leikarana þó sjá fyrir sterkum tengingum við áhorfendur.

James Groot á Stuff.co segir Everest ná nýjum hæðum á sviði hörmungamynda og gefur henni fimm stjörnur af fimm mögulegum. Segir hann áhorfendur verða úrvinda við lok myndarinnar en að hún sé vel þess virði.

 Lítið útsýni af toppnum

Tim Grierson hjá Screen Daily er ekki jafn hrifinn af fyrrnefndri blátt-áfram-nálgun Baltasars á harmleikinn í fjallinu og segir kvikmyndina blikna í samanburði við hugarástand persónanna. Útkoman sé sú að meira sé um sjónarspil en mannlega tengingu. Þó svo að ómögulegt sé að hrífast að einhverju leiti með í baráttu fjallgöngumannanna fyrir lífi sínu sé reyni kvikmyndin sérkennilega lítið að ná til áhorfenda. Hún sýni hræðilega atburði á fjarlægan hátt.

„(...) kvikmyndin er frekar óþægileg en grípandi og dvelur við þjáningar persóna sem við þekkjum ekki í von um að þær öðlist ljóðræna, harmræna tign.“

Peter Bradshaw hjá Guardian er heldur ekki jákvæður í garð myndarinnar og gefur henni tvær stjörnur af fimm. Hann furðar sig á því að Jake Gyllenhaal sé í eins litlu hlutverki og raun ber vitni og spur sig hvort hann hafi týnst við klippivinnuna. „Everest er gremjuleg kvikmynd á margan hátt (...) hún skilar ekki alveg sætisbrúnar-spennunni sem margir voru að vonast eftir og allar þessar hóflega aðlaðandi persónur þýða að það er enginn kraftmikil persóna fyrir miðju: konurnar eru lágfleygar og karlarnir ekki mikið meira en það. (...) Í lok myndarinnar gætu áhorfendur upplifað að þeir hafi komist á toppinn með herkjum og komið til baka án þess að fá mikið útsýni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson