Hlaut fimm Razzie-verðlaun

Myndin Fimmtíu gráir skuggar fór með sigur af hólmi af …
Myndin Fimmtíu gráir skuggar fór með sigur af hólmi af Razzie-verðlaununum. AFP

Myndin Fifty Shades of Grey eða Fimmtíu gráir skuggar fór með sigur af hólmi af verðlaunahátíðinni Gullna hindberinu e. Golden Raspberry sem flestir þekkja þó sem Razzie-verðlaunin. Á hátíðinni eru veitt verðlaun fyrir verstu kvikmyndir liðins árs.

Fimmtíu gráir skuggar hlaut fimm verðlaun á hátíðinni en auk þess deildi hún verðlaunum fyrir verstu kvikmynd ársins með hasarmyndinni Fantastic Four. Jamie Dornan hlaut verðlaun fyrir versta leikara í aðalhlutverki og mótleikkona hans, Dakota Johnson, fyrir verstu leikkonu í aðalhlutverki. Þá hlutu þau saman verðlaun fyrir versta par hvíta tjaldsins. Myndin hlaut einnig verðlaun fyrir versta handrit ársins.

Þrátt fyrir að ná ekki að heilla kvikmyndagagnrýnendur hefur myndin halað inn um 74 milljörðum króna í miðasölu en myndin kostaði um 5 milljarði króna í framleiðslu. Hagnaðurinn af henni er því gríðarlegur.

Eddie Redmayne hlaut verðlaun fyrir versta leikara í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni Jupiter Ascending. Hann er þó einnig tilnefndur til Óskarsverðlaunanna í ár fyrir hlutverk sitt í myndinni The Danish Girl. Kaley Cuoco vann verðlaun fyrir versta leikkonu í aukahlutverki fyrir myndina Alvin og íkornanir.

Þá hlaut myndin Fantastic Four ekki aðeins verðlaun fyrir verstu kvikmynd ársins heldur einnig fyrir verstu endurgerðina. Leikstjóri myndarinnar, Josh Trank, hlaut verðlaun fyrir verstu leikstjórn.

Sylvester Stallone, sem tilnefndur er til Óskarsverðlaunanna fyrir hlutverk sitt sem Rocky Balboa í myndinni Creed, hlaut frelsisverðlaun Razzies en þau eru veitt til hvatningar þeim sem hafa lífgað upp á feril sinn.

Razzie verðlaunin voru afhent í þrítugasta og sjötta skipti í gærkvöldi í Palace leikhúsinu í Los Angeles. Verðlaunahafarnir eru valdir með kosningu en í ár voru 943 atkvæði greidd frá 48 fylkjum Bandaríkjanna og tuttugu öðrum löndum.

Frétt The Guardian 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson