Hef alltaf elskað Elly

Katrín Halldóra Sigurðardóttir.
Katrín Halldóra Sigurðardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hef alltaf elskað Elly og gekk lengi með þann draum í maganum að leika hana á sviði,“ segir leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir en hún mun fara með hlutverk Elly Vilhjálms í nýrri sýningu um líf og störf hinnar ástsælu söngkonu sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu um miðjan mars. 

Engum blöðum er um það að fletta að Elly Vilhjálms er ein vinsælasta og dáðasta dægurlagasöngkona Íslandssögunnar. Spurð hvað hafi gert hana svona merkilega svarar Katrín: „Hún var ekki bara frábær söngkona, heldur líka einstök manneskja; ákveðin og með bein í nefinu. Elly var blátt áfram og skemmtileg en um leið dul og alltaf svo glæsileg. Sagan segir að á einum tónleikum hafi hún skipt um kjól fyrir hvert einasta lag. Hún fór mikið í bíó, sótti tískuna þangað og saumaði kjólana sína sjálf. Framkoman var alltaf fáguð og karlmenn soguðust að henni eins og flugur að hunangi.“

Sjálfri þykir Katrínu Elly heillandi bæði sem söngkona og persóna. „Ég hef alltaf heillast af þessari konu, þessari rödd og öllum þessum fallegu lögum sem hún fékk að syngja. Svo gafst hún ekki svo auðveldlega upp og var öðrum konum fyrirmynd.“

Á heimasíðu Borgarleikhússins er Elly sagt vera leikrit með söngvum en Katrín segir alveg eins mega tala um söngleik. Hátt í þrjátíu lög eru flutt í sýningunni við lifandi undirleik. „Tónlistin spilar stóra rullu í sýningunni. Ég gjörþekki þessi lög en það hefur verið mjög gaman að nálgast þau af þessu tilefni. Við Elly syngjum ekki alveg eins en raddirnar eru svipaðar, eins tónsviðið. Lögin eru öll í sömu tóntegundum hjá mér og henni,“ segir Katrín sem hefur stúderaði söngstíl Elly vandlega gegnum tíðina og sér í lagi fyrir sýninguna.

„Markmiðið er að ná henni. Það er Elly sem á að vera á sviðinu.“ 

Það er ekki bara röddin. „Margir segja að ég líkist henni í útliti. Það er auðvitað rosalega gaman að heyra. Það er alls ekki leiðinlegt að líkjast Elly Vilhjálms!“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson