Fjörlegar umræður um tungutak

Erindi Braga Valdimars vakti mikla lukku.
Erindi Braga Valdimars vakti mikla lukku. mbl.is/Ófeigur

Um 120 manns mættu á morgunverðarfund Kompaní, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins og mbl.is, sem haldinn var í morgun. Þar flutti Bragi Valdimar Skúlason, baggalútur og einn af eigendum auglýsingastofunnar Brandenburg, erindi um tungutak í íslenskum auglýsingum.

Kompaní er viðskiptaklúbbur sem sameinar starfandi fólk á Íslandi. Það er vettvangur sem fjölmiðlar Árvakurs nota til að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu þar sem hægt er að hlýða á fræðslufundi, fyrirlestra, fylgjast með nýjungum og læra af reynslu annarra sem þekkja hvað það er að reka fyrirtæki á Íslandi.

Að loknum fundinum gafst þeim sem mættu tækifæri til að skoða nýtt útvarpsstúdíó K100 sem komið hefur verið upp í húsnæði Árvakurs í Hádegismóum. Þar tók dagskrárgerðarfólk stöðvarinnar á móti hópnum og fræddi um stöðina og stúdíóið.

Tóbaksauglýsing með Bessa Bjarnasyni.
Tóbaksauglýsing með Bessa Bjarnasyni.

Erindi Braga Valdimars var einkar vel tekið og spunnust fjörlegar umræður í kjölfar þess um góðar og vondar auglýsingar en hann tók dæmi af auglýsingum sem birst hafa í dagblöðum hérlendis allt frá árinu 1908 til dagsins í dag.

Sagði hann að greina mætti ólíkar stefnur í auglýsingagerð en að sömu stefin birtust þó gjarnan aftur og aftur. Sagði hann að auglýsendur hefðu snemma áttað sig á að gott væri að tengja vörur við áhrifavalda og stjörnur og birti því til sönnunar gamla auglýsingu sem sýnir leikarann Bessa Bjarnason auglýsa tóbak.

„Tilboð“ verður vinsælla með hverjum áratugnum.
„Tilboð“ verður vinsælla með hverjum áratugnum.

Mismunandi vinsæl hugtök

Þá birti hann einnig það sem hann kallar „óvísindalega“ rannsókn á vinsældum tiltekinna hugtaka sem gjarnan bregður fyrir í auglýsingum en tíðni þeirra í birtingum blaðanna sótti hann á vefinn timarit.is.

Sýndi hann meðal annars fram á að orðið „tilboð“ hefur orðið vinsælla með hverjum áratugnum sem líður. Hins vegar hafa hugtök á borð við „kjarakaup“, „kostaboð“ og „reyfarakaup“ ekki náð sömu vinsældum jafnvel þótt þau hafi yfir tiltekin tímabil rokið upp í vinsældum.

„Upplifun“ sækir í sig veðrið en á ekki roð í …
„Upplifun“ sækir í sig veðrið en á ekki roð í „frábært“.

Fleiri hugtök voru tekin fyrir og sýndi Bragi Valdimar sláandi tölur sem sýna síauknar vinsældir hugtakanna „frábært“ og „glæsilegt“ en þau hafa frá áttunda áratugnum tekið fram úr orðunum „meiri háttar.“ Sagðist Bragi Valdimar vera eldheitur baráttumaður gegn notkun orðsins „frábært“ í auglýsingum.

Frá morgunverðarfundi Árvakurs í morgun.
Frá morgunverðarfundi Árvakurs í morgun. mbl.is/Ófeigur
Fjörlegar umræður sköpuðust um góðar og slæmar auglýsingar.
Fjörlegar umræður sköpuðust um góðar og slæmar auglýsingar. mbl.is/Ófeigur
Fundir Kompaní eru haldnir reglulega í húsakynnum Árvakurs.
Fundir Kompaní eru haldnir reglulega í húsakynnum Árvakurs. mbl.is/Ófeigur
Bragi Valdimar sagði að greina mætti ólíkar stefnur í auglýsingagerð.
Bragi Valdimar sagði að greina mætti ólíkar stefnur í auglýsingagerð. mbl.is/Ófeigur
Að loknum fundinum gafst þeim sem mættu tækifæri til að …
Að loknum fundinum gafst þeim sem mættu tækifæri til að skoða nýtt útvarpsstúdíó K100. mbl.is/Ófeigur
mbl.is/Ófeigur
mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson