Fordæma fangelsisdóm forsetaframbjóðanda

Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands sem þykir sýna einræðistilburði.
Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands sem þykir sýna einræðistilburði. GLEB GARANICH

Bandarísk stjórnvöld hafa fordæmt sakfellingu forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Segjast þau líta svo á að hann og fleiri frambjóðendur sem hafi verið fangelsaðir séu pólitískir fangar.

Forsetaframbjóðandinn Andrei Sannikov og aðrir baráttumenn fyrir lýðræði í Hvíta-Rússlandi voru í dag sakfelldir í kjölfar forsetakosninga sem fóru fram í landinu þann 19. desember. Auk hans hafa fjórir aðrir frambjóðendur verið dregnir fyrir dóm.

Krefjast bandarísk stjórnvöld þess að öllum pólitískum föngum verði sleppt og að bundinn verði endi á mannréttindabrot í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert